Nýtt borð, stóll og ljós frá MENU

Levitate er einfalt loftljós með karakter - og er eitt …
Levitate er einfalt loftljós með karakter - og er eitt af nýjungunum frá MENU. Mbl.is/Menu

Nýtt ár gefur okkur nýjungar sem aldrei fyrr! Þetta er árstíminn sem öll helstu hönnunarhúsin deila með okkur nýjum vörum – og við komumst ekki hjá því að láta okkur dreyma. Hér eru nýtt borð, stóll og ljós frá vörumerkinu MENU.

Androgyne-borðstofuborð

Fyrst af öllu ber að nefna nýtt borðstofuborð er kallast Androgyne, hannað af arkitektinum Danielle Siggerud sem segir borðið djarft og rúma allt þitt uppáhaldsfólk á einum stað. Borðið er með viðarspónsborðplötu og -botni og kemur í stærðunum 210 cm og 280 cm. Borðið rúmar vel 8-10 manns í sæti.

Passage-stóll

Á hverju heimili er smekklegur kollur ómissandi sem hægt er að grípa í til að ná upp í hæstu hillur eða nota sem aukasæti við matarborðið. Passage stool er nýr frá MENU, hannaður af Krøyer-Sætter-Lassen, og framleiddur úr FSC®-vottaðri gegnheilli eik. Kollurinn býr yfir öllum eiginleikum sem einkenna hágæðatrésmíði og kemur í náttúrulegum litatónum.

Levitate-loftljós

Nýjasta afurð Afteroom fyrir MENU er loftljósið Levitate – nefnt eftir því hvernig það virðist fljóta í loftinu. Ljósið er fagurfræðilega einfalt með karakter, þar sem ljósið hangir áreynslulaust úr lofti og gefur glæstan svip.

Smekklegt borðstofuborð er kallast Androgyne og er hannað af arkitektinum …
Smekklegt borðstofuborð er kallast Androgyne og er hannað af arkitektinum Danielle Siggerud. Mbl.is/Menu
Kollur er ómissandi inn á hvert heimili, en þessi er …
Kollur er ómissandi inn á hvert heimili, en þessi er framleiddur úr FSC®-vottaðri gegnheillri eik. Mbl.is/Menu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert