Vargurinn er kominn í nýrri útfærslu

Jóhannes Ásbjörnsson og Vargurinn voru að vonum ánægðir með útkomuna.
Jóhannes Ásbjörnsson og Vargurinn voru að vonum ánægðir með útkomuna. Eggert Jóhannesson

Villibráðarunnendur geta tekið gleði sína því einn vinsælasti hamborgari allra tíma er kominn aftur í sölu. Um er að ræða hinn goðsagnakennda gæsaborgara sem kemur alltaf í takmarkaðan tíma og vekur verðskuldaða athygli.

Að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eins eigenda Gleðipinna sem reka Hamborgrarafabrikkuna, er Vargurinn vinsælasti „off menu“-hamborgari Hamborgarafabrikkunnar sem klárast alltaf fljótt. Borgarinn sé aðeins seinna á ferðinni en venjulega þar sem Vargurinn hafi sjálfur skotið og verkað allar gæsirnar.

Það er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson, sem hefur umsjón með allri vöruþróun Fabrikkunnar, sem sá um hönnun. „Við erum að tala um 130 gramma gæsaborgara í dúnmjúku kartöflubrauði með villisveppaostasósu, hindberjalauksultu og rambósalati,“ segir Jóhannes og segist í skýjunum með útkomuna.

Hver er þessi Vargur?

Vargurinn ætti að vera flestum kunnugur en hans rétta nafn er Snorri Rafnsson og er hann einn afkastamesti og reyndasti veiðimaður landsins. Hefur Snorri stundað veiðimennsku alla sína tíð og í dag er hann veiðimaður að atvinnu og veiðir mink, ref, gæs og önd. Snorri á fjölda veiðihunda sem hann hefur þjálfað sjálfur frá grunni. Snorri er vinsæll á samfélagsmiðlum enda gefur veiðimennska hans innsýn í veröld sem er mörgum hulin.

Eyþór var sáttur eins og sjá má.
Eyþór var sáttur eins og sjá má. Eggert Jóhannesson
Vargurinn er vígalegur...
Vargurinn er vígalegur...
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert