Páskaeggin sem eru fullkomin fyrir yngsta hópinn

Fyrir þá foreldra sem vilja halda súkkulaðineyslu barna sinna í lágmarki er kominn snjall valkostur en það eru lítil páskaegg sem eru annaðhvort merkt Hvolpasveitinni, Gurru grís eða Pony-hestum.

Í hverju eggi eru ávaxtastöng, sem inniheldur hvorki litarefni né viðbættan sykur, og límmiði.

Ljóst er því að hér er á ferðinni ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem vilja skemmtilegan valkost við hefðbundin súkkulaðiegg.

mbl.is