Ljúffengt spínatlasagna með grískri jógúrt

Ljósmynd/Gott í matinn

Það er fátt sem toppar ljúffengt lasagna í kvöldmatinn. Hér er fremur einföld lasagnauppskrift sem ætti að slá í gegn á hverju heimili enda geggjuð.

Ljúffengt spínatlasagna með grískri jógúrt

Fyrir fjóra

 • 500 g spínat
 • 400 g kotasæla
 • 400 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
 • fínrifinn börkur af 1 sítrónu
 • sjávarsalt og svartur pipar
 • múskat, eftir smekk
 • 8 dl tómatapassata
 • 4 dl rjómi frá Gott í matinn
 • 3 msk. fersk basilíka, fínsöxuð
 • 1 stk. hvítlauksrif, marið
 • 1 tsk. rauðar chilíflögur
 • lasagnaplötur, eins og þurfa þykir, ferskar eða þurrkaðar
 • smjörklípa
 • 1 poki rifinn mozzarella frá Gott í matinn

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 200°C.
 2. Kreistið eins mikið vatn og hægt er úr spínatinu.
 3. Blandið því saman við gríska jógúrt, kotasælu og sítrónubörk.
 4. Smakkið til með salti, pipar og múskati.
 5. Hrærið saman í annarri skál tómatpassata, rjóma, basilíku, hvítlauk og chilíflögur.
 6. Smyrjið eldfast mót með smjöri.
 7. Leggið lasagnaplötur yfir.
 8. Setjið helminginn af spínatblöndunni yfir.
 9. Leggið lasagnaplötur ofan á og endurtakið með afganginum af spínatblöndunni.
 10. Leggið lasagnaplötur ofan á og hellið síðan tómatarjómasósunni yfir.
 11. Sáldrið ostinum yfir og bakið í 40-45 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is