Ávaxtaskálin sem fagurkerarnir eru að missa sig yfir

Sjáið þennan gyllta bananaklasa! Ávaxtaskálin gerist ekki mikið meira „fansí
Sjáið þennan gyllta bananaklasa! Ávaxtaskálin gerist ekki mikið meira „fansí" en þetta. Mbl.is/harryallendesign.com

Það dugar ekkert minna en gylltar gersemar undir mikilvægustu ávaxta-vítamínin okkar sem við eigum að vera dugleg að borða. Og þá er það klárlega skál sem þessi hér.

Hann heitir Harry Allen og er menntaður iðnhönnuður frá Pratt Institute. Hann stofnaði fyrirtæki undir eigin nafni árið 1993 og hefur síðan þá hannað húsgögn, lýsingu, vörur og innréttingar fyrir fyrirtæki á borð við Areaware, Aveda, Johnson & Johnson, IKEA, MAC Cosmetics, Museum of Modern Art og Supreme, svo eitthvað sé nefnt.

Í umræddri vöru, eða gylltu ávaxtaskálinni, sækir Harry innblástur í fegurð hversdagslegra hluta sem hann steypir í náttúruleg form. Hann hugsar hluti upp á nýtt og gefur þeim nýja notkun, þar sem hver hlutur er vandlega valinn og þá oftar en ekki með kómískri næmni. Hér er til að mynda gyllt ávaxtaskál í laginu eins og stórglæsilegur bananaklasi. Skálin er hönnuð fyrir Areaware og fyrir áhugasama, þá fæst hún HÉR.

Skálin er hönnuð fyrir Areaware sem eru þekktir fyrir framúrstefnulega …
Skálin er hönnuð fyrir Areaware sem eru þekktir fyrir framúrstefnulega hönnun. Mbl.is/harryallendesign.com
Skáliin er einnig fáanleg í hvítu.
Skáliin er einnig fáanleg í hvítu. Mbl.is/harryallendesign.com
Harry Allen er menntaður iðnhönnuður og hefur hannað vörur fyrir …
Harry Allen er menntaður iðnhönnuður og hefur hannað vörur fyrir fjöldamörg stórfyrirtækin. Mbl.is/harryallendesign.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert