Nýjasta kertaæðið sem allir eru að gera

Alveg nýtt kertatrend er að herja á netheimana.
Alveg nýtt kertatrend er að herja á netheimana. Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk

Þið munið eftir snúningskertunum sem voru svo vinsæl hér á síðasta ári, og eru enn. Hér er alveg nýtt trend að ryðja sér til rúms og kallar á smá föndur.

Snúningskerti eða lituð kerti – hvort sem er, þá eru kerti alltaf góð að eiga inni í skáp til að draga fram á kósí stundum. Hér er það allra heitasta á netinu í dag hvað kerti varðar. En til þess að skreyta kertin sérstakri marmaraáferð eða í því munstri sem þú vilt, þá þarf að framkvæma ofureinfalda aðferð þar sem vaxlitir koma við sögu. Og hér er gott að nota kertaafganga í verkið.

Svona skreytir þú kerti með marmaraáferð

Þetta þarftu:

 • Vaxliti í þeim lit sem þú óskar (ekki olíuliti)
 • Kerti
 • Kertaafganga
 • Pott og vatn
 • Skál og skeið

Aðferð:

 1. Settu vatn í hálfan pott.
 2. Settu skál ofan á pottinn og hitaðu vatnið að suðu (passið að skálin sé stærri en potturinn).
 3. Setjið kertaafganga í skálina, sem samsvara um hálfu til 2/3 af venjulegu kerti. Passið að skera kveikinn af, hafi verið kveikt á kertinu áður. Bíðið með að kertið bráðni til að fjarlægja restina af kveiknum í burtu.
 4. Nú setur þú litinn út í skálina. Byrjið jafnvel með hálfan lit til að sjá hversu mikið þú hefur þörf fyrir. Ef þú sækist eftir pastellitum, þá er ráð að setja fyrst hvítan lit saman við bráðnaða kertið og því næst þann lit sem þú óskar.
 5. Þegar liturinn hefur bráðnað saman skaltu hella honum yfir hvít kerti og passa að hafa aðra skál undir þar sem liturinn lekur niður í.
 6. Góða skemmtun!

Heimild: Boligmagasinet

Hér er notast við vaxliti og gamla kertastubba.
Hér er notast við vaxliti og gamla kertastubba. Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk
3. Setjið kertaafganga í skálina, sem samsvara um hálfu til …
3. Setjið kertaafganga í skálina, sem samsvara um hálfu til 2/3 af venjulegu kerti. Passið að skera kveikinn af, hafi verið kveikt á kertinu áður. Bíðið með að kertið bráðni til að fjarlægja restina af kveiknum í burtu. Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk
4. Nú setur þú litinn út í skálina. Byrjið jafnvel …
4. Nú setur þú litinn út í skálina. Byrjið jafnvel með hálfan lit til að sjá hversu mikið þú hefur þörf fyrir. Ef þú sækist eftir pastellitum, þá er ráð að setja fyrst hvítan lit saman við bráðnaða kertið og því næst þann lit sem þú óskar. Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk
Þegar liturinn hefur bráðnað saman skaltu hella honum yfir hvít …
Þegar liturinn hefur bráðnað saman skaltu hella honum yfir hvít kerti og passa að hafa aðra skál undir þar sem liturinn lekur niður í. Og útkoman er geggjuð! Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk
mbl.is