Brjálæðislega bragðgott rib eye með chili bernaise

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Rib-eye og chili bernaise er kombó sem getur ekki klikkað. Hér er uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem er afar einföld og brjálæðislega bragðgóð.

Rib-eye og chili bernaise-sósa

Fyrir 2-3

Hráefnalisti

  • Rib-eye-steikur (2 x 300 g)
  • Bökunarkartöflur (ein á mann)
  • 1 ½ rauðlaukur
  • 200 g gulrætur
  • 3 hvítlauksrif (heil)
  • 200 g sveppir (kastaníu og hefðbundnir í bland)
  • 1 pakki Toro chili bernaise-sósa (+ smjör og mjólk skv.pakkningu)
  • Smjör og olía til steikingar
  • Ferskt timían
  • Oregano, rósmarín, salt og pipar

Ribeye

  1. Leyfið kjötinu að standa við stofuhita í að minnsta kosti klukkustund áður en það er grillað.
  2. Hitið grillið og lokið kjötinu við háan hita, þannig að flottar grillrákir myndist og það brúnist vel á báðum hliðum.
  3. Færið þá yfir á óbeinan hita og lækkið í grillinu.
  4. Takið steikurnar af þegar kjarnhiti sýnir um 58°C, nuddið þær með smjöri, saltið og piprið.
  5. Leyfið þeim síðan að hvíla í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið þær.

Chili bernaise

  1. Útbúið sósuna samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Hægt er að krydda hana aukalega með salti, pipar og mögulega chili ef þið viljið hana sterkari.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert