Páskaegg að verða uppseld

Ernir Eyjólfsson

„Eins og staðan er hjá okkur er allt orðið uppselt og fer að klárast í verslunum á næstu dögum,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, en sala á páskaeggjum hefur farið fram úr áætlunum. Að sögn Silju Mistar Sigurkarlsdóttur, markaðsstjóra Nóa-Síríusar, er sama staðan upp á teningnum þar á bæ og var framleiðsludögum bætt við til að anna eftirspurninni. Hér er unnið á sólarhringsvöktum og við erum að gera okkar besta,“ segir Silja Mist en ljóst er að landsmenn hyggja á nýtt Íslandsmet í páskaeggjaáti um hátíðarnar og því ráðleggjum við þeim sem enn eiga eftir að ná sér í egg að gera það sem fyrst.

„Eitt sett-eggin eru nánast uppseld í verslunum og sama má segja um Síríus-saltkringlueggið. Við höfum aldrei séð aðrar eins viðtökur og við munum standa vaktina þangað til á laugardaginn í að fylla á verslanir til að reyna að tryggja að landsmenn geti nælt sér í sitt óskaegg.“

Það er heimilt að gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. …
Það er heimilt að gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is minnir af því tilefni á málsháttinn: „Allt kann sá er hófið kann“. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is