Páskasnittur í brönsinn

Egg eru ómissandi í brönsinn á páskunum.
Egg eru ómissandi í brönsinn á páskunum. Mbl.is/voresmad.dk

Margir halda í hefðina og útfæra gúrme páskabröns fyrir sína nánustu, og hér er uppskrift sem á svo sannarlega heima á slíku veisluborði. Eggjabitar sem munu slá í gegn og tekur enga stund að útfæra.

Girnileg mímósa-egg í páskabrönsinn (fyrir 6)

 • 6 egg
 • 1 msk. gróft sinnep
 • 3 msk. mayones
 • Ferskt dill
 • ½ sítróna
 • Salt og pipar
 • 24 rækjur
 • Púrrlaukur
 • Rúgbrauð ef vill

Aðferð:

 1. Sjóðið eggin í 8-9 mínútur þar til harðsoðin. Kælið í köldu vatni og takið skurnina utan af eggjunum.
 2. Skerið eggin til helminga, takið rauðuna úr og setjið í skál. Leggið eggin (hvítuna) á bakka.
 3. Hrærið sinnepi og majónesi saman við eggjarauðurnar. Saxið dill niður sem samsvarar 3 msk. og setjið út í sinnepsblönduna – og maukið saman með gaffli. Smakkið til með salti og pipar.
 4. Setjið blönduna aftur í eggjahvíturnar.
 5. Toppið með rækjum og söxuðum púrrlauk, og kryddið með pipar og flögusalti.
 6. Berið ef til vill fram með rúgbrauði.

Uppskrift: Voresmad.dk

mbl.is