40 ára jógúrtdós skolar á land

Þessi heillega jógúrtdós skolaði upp á land á Spáni.
Þessi heillega jógúrtdós skolaði upp á land á Spáni. Mbl.is/Pen News/Maite Mompo

Við vitum varla hvort við eigum að vera spennt eða smeyk við fréttir sem þessar; þegar 44 ára gamalli jógúrtdós skolar á land og það í svo til fullkomnu ásigkomulagi.

Fréttir sem þessar gefa manni smá hroll yfir hversu mikið magn af plasti er að finna í sjónum. En umræddri jógúrtdós skolaði upp á strönd í Denia á Spáni. Það var umhverfisfræðingurinn Maite Mompó sem fann dósina, en hún fer reglulega að tína rusl á ströndinni og segist hafa fundið margar dósir í gegnum tíðina – en þessi fangaði athygli hennar.

Dósin er frá framleiðandanum Yoplait, og hvarf úr hillum verslana á Spáni árið 2001. En umrædd dós er frá árinu 1976 þar sem hún er merkt Ólympíuleikunum er haldnir voru í Montreal það ár. Maite heldur því fram að plastið sem eitt sinn átti að létta okkur lífið muni að lokum drepa okkur því í dag er plastagnir að finna í söltum og jafnvel drykkjarvatni. Talið er að meðalmanneskja gleypi í kringum 50 þúsund plastagnir á ári hverju – sem er sláandi tala. Og jógúrtdós sem þessi hefði brotnað niður á sirka 150 árum – sem segir okkur að hún lifi okkur af sem og afkomendur okkar.

Umhverfisfræðingurinn Maite Mompó, fann dósina sem er að minnsta kosti …
Umhverfisfræðingurinn Maite Mompó, fann dósina sem er að minnsta kosti 44 ára gömul. Mbl.is/Pen News/Maite Mompo
Mbl.is/Pen News/Maite Mompo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert