Skotglös sem standa undir nafni

Skotglös sem eru eins og byssuskot í laginu - ættu …
Skotglös sem eru eins og byssuskot í laginu - ættu að gleðja einhverja veiðiáhugamenn og konur. Mbl.is/shop.untilsteals.com

Þú heldur kannski lesandi góður að við séum farin að auglýsa byssuskot hér á matarvefnum en sú er aldeildis ekki raunin. Því hér sjáum við skotglös sem standa sannarlega undir nafni.

Drykkjarskot á börum bæjarins eru staupuð í viku hverri, en eins og allt verður hálfskýjað undir áhrifum áfengis, þá er uppruni „skota“ það einnig. Samkvæmt skilgreiningu Google eru skot vísun í lítinn drykk sem inniheldur áfengi. Og við rákumst á þessi stórkostlegu skotglös sem eiga engan sinn líka, því þau eru eins og byssuskot í laginu. Þessi eru nánast á við tvö glös, þar sem þau eru í stærra lagi, og koma fjögur saman í pakka á litlar 3.500 krónur – og fást HÉR fyrir áhugasama.

Mbl.is/shop.untilsteals.com
Mbl.is/shop.untilsteals.com
mbl.is