Helgarkjúklingurinn og sósan sem toppar flest

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þetta hljómar eins og titill á góðri ástarsögu – sem er kannski ekki fjarri lagi því þessi uppskrift er eins fullkomin fyrir helgarmatinn og hugsast getur.

Heill kjúklingur, eldaður í potti þannig að hann verður mjúkur og safaríkur – toppaður með bragðmikilli villisveppasósu.

Gerist ekki betra!

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum.

Heill kjúklingur í potti með sveppasósu

Fyrir um 4 manns

Kjúklingur í potti uppskrift

  • 1 heill kjúklingur (um 2 kg)
  • ½ kg litlar kartöflur
  • 1 stór sæt kartafla
  • 300 g gulrætur
  • Ferskt timian
  • Kjúklingakrydd, salt, pipar, hvítlauksduft
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Skolið og þerrið kjúklinginn, berið á hann ólífuolíu og kryddið vel eftir smekk.
  3. Skerið niður grænmetið (og flysjið ef óskað) og setjið það í stóran pott/fat. Gott er að hafa sætkartöflubitana frekar stóra því þeir eldast hraðar en gulrætur og venjulegar kartöflur.
  4. Setjið ólífuolíu yfir grænmetið og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti, blandið öllu saman og búið til smá holu fyrir kjúklinginn.
  5. Komið þá kjúklingnum fyrir ofan á grænmetinu, setjið lokið á pottinn og inn í ofn í 90 mínútur.
  6. Gott er að ganga frá öllu og útbúa sósuna á meðan og leyfa henni að malla þar til kjúklingurinn er klár.

Sveppasósa uppskrift

  • 1 stk. villisveppaostur frá MS
  • 200 g sveppir
  • 400 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 50 g smjör frá Gott í matinn
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. soyasósa
  • 2 tsk. kjúklingakraftur

Aðferð:

  1. Skerið sveppina niður og steikið við meðalháan hita upp úr smjör, kryddið eftir smekk.
  2. Þegar mesti safinn er gufaður upp má bæta hluta rjómans í pottinn og rífa villisveppaostinn saman við.
  3. Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum saman við ásamt soyasósu, kjúklingakrafti og kryddið til eftir smekk.
  4. Leyfið sósunni að malla á meðan kjúklingurinn eldast og berið síðan fram með honum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert