Splunkunýjar könnur frá Ro Collection

Tvær nýjar könnur frá Ro Collection hafa bæst í safnið.
Tvær nýjar könnur frá Ro Collection hafa bæst í safnið. Mbl.is/Ro Collection

Við förum alls ekkert leynt með að viðurkenna dálæti okkar á steinvörunum frá Ro Collection, og nú eru könnur fáanlegar frá þeim sem bæta má í safnið.

Flestir þekkja vörumerkið út frá þríhyrndu diskunum og skálunum sem þeir framleiða, og hér smellpassar nýja kannan inn í vöruúrvalið. Þar sem hún er handsteypt í steinleir með gljáa – sem þó getur verið misjafn frá könnu til könnu, sem gerir hvert stykki einstakt. Lögun könnunnar er einnig þannig að auðvelt er að grípa utan um hana og breiður „stúturinn“ setur sinn svip á könnuna. Hönnunin liggur í höndum Rebeccu Uth, en framleiðslan fer fram í lítilli verksmiðju í Portúgal sem hefur sérhæft sig í leirmunum í margar kynslóðir. Nýju könnurnar rúma 0,3 l og 1 l – og má finna í versluninni Kokku.

Könnurnar koma í tveimur stærðum og í gráum og svörtum …
Könnurnar koma í tveimur stærðum og í gráum og svörtum lit. Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
Mbl.is/Ro Collection
mbl.is