Finnsson-fjölskyldan auglýsir eftir yfirmatreiðslumanni

Með veitingamennskuna í blóðinu. Finnsson fjölskyldan er án efa þekktasta …
Með veitingamennskuna í blóðinu. Finnsson fjölskyldan er án efa þekktasta veitingafjölskylda landsins. Í brúnni standa systkynin Klara og Finnur en mamma og pabbi (Óskar Finnsson og María) verða hress á kantinum.

Það er mikið líf í veitingageiranum um þessar mundir. Í gær var opnuð nýjasta mathöll landsins, BORG29, en þar er að finna fjöldann allan af frábærum veitingastöðum.

Í maí er svo ráðgert að Finnsson Bistro verði opnað í Kringlunni þar sem Café Bleu var áður til húsa og má búast við að það verði mikil bylting fyrir gesti Kringlunnar og íbúa í nágrenninu. Nú er auglýst eftir yfirmatreiðslumanni með mikinn metnað í atvinnublaði Morgunblaðsins í dag.

Viðkomandi þarf að vera faglærður, þjónustulundaður og góður í mannlegum samskiptum með góða skipulagshæfileika. Búast má við að margir verði um hituna enda vinnutíminn með því betra sem gerist í veitingageiranum en staðnum er lokað klukkan 21 á kvöldin.

Auglýsinguna má nálgast HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is