Flísarnar sem ættu að vera í öllum eldhúsum

Þessar fallegu flísar eru framleiddar úr eggjaskurn, ótrúlegt en satt.
Þessar fallegu flísar eru framleiddar úr eggjaskurn, ótrúlegt en satt. Mbl.is/Nature Squared

Sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að nota sjálfbær efni í framleiðslu sína – þar á meðal Nature Squared, sem framleiðir flísar úr eggjaskurn.

Nature Squared vinnur mikið með sjálfbær efni og hefur bætt þessu nýjasta á listann sinn, eða eggjaskurn. Eitthvað sem við hin hendum í ruslið án þess að blikna! Fyrirtækið hefur áður unnið með efni eins og fjaðrir og skeljar en nýjasta afurðin eru flísar sem kallast „Carrelé“.

Jafnvel þó að okkur þyki egg vera brothætt er það alls ekki þannig. Efnið í skurninni er UV-þolið og gleypir auðveldlega í sig náttúrulega liti – svo það er auðvelt að móta skurnina og lita eins og þú vilt. Flísarnar í þessu tilviki eru handgerðar úr sérvalinni eggjaskurn sem kemur frá bakaríum og veitingastöðum í nærumhverfi Nature Squared. Fyrst eru skeljarnar muldar fínt niður í mismunandi stærðir, því næst eru þær litaðar með náttúrulegum litum og síðan formaðar til og brenndar.

Flísarnar frá Nature Squared eru fáanlegar í ýmsum jarðlitum og yfir í djúpa græna og bláa tóna. Fyrir áhugasama má skoða fyrirtækið nánar HÉR.

Mbl.is/Nature Squared
Mbl.is/Nature Squared
mbl.is