Ný eldgosaútgáfa af KEA skyri vekur athygli

Nýjasta skyrið á íslenskum markaði er KEA skyr með saltkaramellu og verður það aðeins framleitt í takmörkuðu magni. Skyrið er einstaklega bragðgott með ljúffengum karamellukeim og ættu skyrunnendur svo sannarlega ekki að láta það fram hjá sér fara.

Umbúðirnar sækja innblástur í eldgosið í Geldingadölum og því er hér um sérstaka eldgosaútgáfu að ræða þar sem skyrfjall spúandi eldi og saltkaramellu prýðir umbúðirnar.

„Það verður gaman að fylgjast með viðtökum landsmanna á þessu nýja skyri og við erum nokkuð viss um að það komi einhverjir til með að grípa með sér eina dós í næstu göngu að gosinu á Reykjanesi,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is