Túnfisksalatið sem þú verður að prófa

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við hér á matarvefnum erum einlægir aðdáendur túnfisksalats – eins og reyndar þjóðin öll ef marka má vinsældir þess hér á vefnum.

Hér er uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem við gefum hæstu einkunn. Epli eru nefnilega ótrúlega sniðug í svona salöt – hvort sem þú elskar lauk eður ei.

Túnfisksalat með eplum

 • 7 egg
 • 2 dósir túnfiskur í vatni (2 x 185 g)
 • ½ laukur
 • 1 grænt epli
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 240 g Hellmann‘s majónes
 • Aromat og pipar

Aðferð:

 1. Harðsjóðið eggin, kælið, skerið smátt niður og setjið í stóra skál.
 2. Pressið vatnið af túnfisknum og setjið í sömu skál og eggin.
 3. Næst má saxa laukinn og eplið smátt niður (flysjið eplið fyrst), kreista sítrónusafann yfir og setja síðan í skálina.
 4. Að lokum fer majónesið saman við og öllu blandað varlega saman með sleif og kryddað eftir smekk.
 5. Geymið í kæli fram að notkun og berið fram með góðu kexi eða brauði.

Ég saxaði eplið frekar smátt niður en þið getið að sjálfsögðu stýrt stærðinni á bitunum á því sem og lauknum eftir því sem ykkur finnst best. Ég er svolítið mikill saxari oft og tíðum og vil oftast hafa allt mjög smátt saxað, ha ha ha!

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is