Helstu trixin til varnar lúsmýsbiti

Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur.
Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er að bresta á með lúsmýsfaraldri og því ekki seinna vænna að undirbúa sig almennilega. Af því tilefni höfum við safnað saman öllum helstu lúsmýsráðum sem við höfum grafið upp en þar fer fremst í flokki Steinnunn Ósk Brynjarsdóttir lúsmýssérfræðingur sem hefur komist í gegnum fjölmargar útilegur án þess að vera bitin. Að sögn Steinunnar eru nokkur ráð sem virðast duga betur en önnur:

„Ég þvoði öll sæng­ur­föt og setti lavend­er­dropa í þvotta­vél­ina. Síðan var ég með úðabrúsa þar sem ég var með vatn og lavend­er­dropa blandað sam­an sem ég úðaði reglu­lega yfir svæðið. Ég fór í apó­tek og keypti eitt­hvert flugna­fæluarm­band sem á víst að virka og svo var ég með viftu. Ekki má held­ur gleyma flugna­fæl­unni frá Chicco sem ég hef trölla­trú á,“ seg­ir Stein­unn sem bæt­ir því við að fjöl­skyld­an hafi farið í ut­an­lands­ferð með téða flugna­fælu og ekki fengið eitt ein­asta bit fyrr en fæl­unni var pakkað ofan í tösku.“

Fyr­ir­byggj­andi ráð: 

  • Lús­mý bít­ur inni í hús­um og á nótt­unni. Það þarf því að koma í veg fyr­ir að það kom­ist inn og verja sig á nótt­unni:
  • Þéttriðið flugna­net í glugga get­ur komið í veg fyr­ir að lús­mýið ber­ist inn.
  • Gott að vera í nátt­föt­um og sokk­um. Sokk­arn­ir eru þá sett­ir yfir buxna­skálm­arn­ar og skyrt­an ofan í buxn­a­streng­inn. Best er ef erm­arn­ar eru þröng­ar og liggja þétt að húðinni.
  • Lús­mý þolir ekki vind, því gætu vift­ur í svefn­her­bergj­um hjálpað.
  • Skor­dýra­vörn sem sett er á húð og föt get­ur hjálpað. Vörn sem inni­held­ur 50% DEET (diet­hyltoluami­de) er áhrifa­rík­ust. Fyr­ir börn má skor­dýra­vörn ekki inni­halda meira en 10% af DEET.

Meðhöndl­un á bit­um eft­ir lús­mý

Alls kon­ar hús­ráð eru í gangi varðandi meðhöndl­un á bit­um. Hafa skal í huga að sum efni geta valdið enn frek­ari ert­ingu í húðinni og því ekki til bóta. Hér koma nokk­ur ráð sem þykja á rök­um reist:

  • Kældu bólgið svæði í um 10 mín­út­ur.
  • Verkjalyf, t.d. para­seta­mól, slær á óþæg­ind­in og óhætt að nota skv. ráðlegg­ing­um á pakka.
  • Hafðu hærra und­ir hönd­um og fót­um ef bit eru þar, það get­ur dregið úr bólgu­mynd­un.
  • Ekki klóra í húðina þar sem það get­ur aukið lík­ur á sýk­ing­um. Stutt kæl­ing dreg­ur úr kláða.
  • Of­næmistöfl­ur fást án lyf­seðils í apó­tek­um. Þessi lyf hindra áhrif hista­míns í lík­am­an­um og geta minnkað kláða og út­brot.
  • Sterakrem, til dæm­is mild­i­son, fæst án lyf­seðils í apó­tek­um. Kremið minnk­ar bólg­ur og kláða. Sterakrem ætti ávallt að bera á í þunnu lagi og í stutt­an tíma í einu. Forðast ætti að bera sterakrem í and­lit eða á sár.
  • Stera­töfl­ur, ein­göngu ef um svæs­in út­brot er að ræða. Þá skal leita á næstu heilsugæslu­stöð og fá frek­ari ráðlegg­ing­ar.

Ef út­brot eru svæs­in og ná yfir stór svæði á lík­am­an­um er mælt með því að leita til næstu heilsu­gæslu­stöðvar. Einnig ef út­brot­in og bólg­an vaxa í stað þess að dvína á nokkr­um dög­um. Ef um al­var­legri ein­kenni er að ræða, svo sem önd­un­ar­færa­erfiðleika, bólgu í hálsi, and­liti eða munni, hraðan hjart­slátt og skerta meðvit­und, get­ur það bent til bráðaof­næm­is. Þá skal leita strax á bráðamót­töku eða hringja í 112.

Á heilsu­vera.is er að finna leiðbein­ing­ar um skor­dýra­bit. Einnig er þar hægt að hafa sam­band við hjúkr­un­ar­fræðing á net­spjall­inu og við heilsu­gæslu­stöðina sína í gegn­um Mín­ar síður eða sím­leiðis og fá ráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert