Svona er best að þrífa bílljósin eftir ferðalagið

Ljósmynd/Colourbox

Eftir gott fjölskyldufrí er bíllinn oftast haugaskítugur – með samansafn af dauðum flugum úr hverjum landshluta. Og við erum með besta ráðið til að þrífa fluguskítinn bak og burt.

Það virðist vera alveg sama þótt við rennum bílnum í gegnum þvottastöð því oftar en ekki sitja flugurestar eða annar óþrifnaður eftir á bílnum og þar með talið bílljósunum. En bílljósin okkar þurfa alltaf að vera hrein og í lagi, og þess vegna er mikilvægt að þrífa þau vel.

Til þess að ná fram skínandi hreinum ljósum þarftu einfaldlega að draga fram tannkremstúpuna! Já, þetta er ekki mikið flóknara en að tannbursta hreinlega bílljósin og þau verða skínandi hrein á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert