Umbreyttu eldhúsinu – fyrir-og-eftir-myndir

Einstaklega stílhreint og nútímalegt.
Einstaklega stílhreint og nútímalegt. Ljósmynd/Architectural Digest

Hér sjáum við eldhús sem var tekið í gegn með frábærum árangri. Grunnskipulaginu var ekki breytt mikið en nútímalegri skápar settir sem ná alla leið upp í loft og stóra breytingin er sjálfsagt borðplatan sem jafnframt þekkur veggina og er úr kvarsít.

Eldhústækin voru góð í gamla eldhúsinu og þá sérstaklega eldavélin en með nýju hönnuninni er leitast við að hafa meiri samfellu í eldhúsinu og eldhústækin því innfelld þar sem kostur var.

Útkoman er alveg upp á tíu!

Heimild: Architectural Digest

Svona leit eldhúisð út áður en ráðist var í breytingarnar.
Svona leit eldhúisð út áður en ráðist var í breytingarnar. Ljósmynd/Architectural Digest
Tímalaust og fallegt.
Tímalaust og fallegt. Ljósmynd/Architectural Digest
Gömlum þvottahússkáp var breytt í skenk sem jafnframt þjónar hlutverki …
Gömlum þvottahússkáp var breytt í skenk sem jafnframt þjónar hlutverki búrskáps. Ljósmynd/Architectural Digest
mbl.is