Ný ofurvara á markað hérlendis

Ljósmynd/Oddpods

Við erum alltaf jafn spennt yfir því þegar nýjungar koma á markað hérlendis og þessi ætti svo sannarlega að gleðja marga en um er að ræða tilbúnar baunir með engum aukaefnum, sneisafullar af prótínum sem hægt er að borða sem snakk eða setja út í mat.

Baunirnar heita Oddpods og framleiðandi þeirra leggur áherslu á að kaupa beint af bændum á ábyrgan hátt. Því er rekjanleikinn og gegnsæið í fyrirrúmi. Baunirnar eru vitaskuld 100% vegan auk þess sem fullyrt er að þær séu næringarríkari en baunir almennt þar sem þær liggi ekki í bleyti.

Fyrir þá sem elska gott prótín er hér á ferðinni hin fullkomna vara en prótínríkar vörur hafa verið vinsælar og mikil nýsköpun þar í gangi og skemmst að minnast íslensku nýsköpunarvörunnar Næra, sem er að gera frábæra hluti.

Heimasíða Oddpods.

Ljósmynd/Oddpods
Ljósmynd/Oddpods
Ljósmynd/Oddpods
mbl.is