Ótrúlegasta húsráð allra tíma?

Þessi flotti hraðsuðuketill er frá Stelton.
Þessi flotti hraðsuðuketill er frá Stelton. Mbl.is/Stelton

Hraðsuðuketillinn er eldhúsgræja sem er mikið notuð á sumum heimilum en gleymist að þrífa. Þá er þetta aðferð sem þú þarft að tileinka þér, með einu hráefni úr ísskápnum í verkið.

Við erum að vitna í kók í dós – sem hefur oftar en ekki verið bendlað við salernisþrif, og núna við hraðsuðuketilinn. Þú einfaldlega opnar eina kókdós, má allt eins vera Diet-kók, og hellir úr henni í ketilinn og kveikir á. Leyfðu kókinu að sjóða vel í katlinum og standa í 10 mínútur eftir að slokknar á honum. Því næst skaltu skola hann vel og „voila“ – ketillinn er tandurhreinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert