Albert þeytti rjómann í smjör

Albert Eiríks ásamt eiginmanni sínum Bergþóri Pálssyni.
Albert Eiríks ásamt eiginmanni sínum Bergþóri Pálssyni. Ljósmynd/Úr einkasafni

Meistari Albert Eiríks lenti í því á dögunum að ofþeyta rjóma með þeim afleiðingum að hann varð að smjöri. Margur hefur lent í þessu en þá er alltaf spurning hvað maður gerir. Flestir henda ofþeytta rjómanum en eins og Albert segir er ekkert mál að klára bara verkið og búa til smjör.

„Hversu oft heyrði maður ekki í gamla daga: Passaðu að þeyta rjómann ekki svo lengi að hann verði að smjöri!

Í sumarvinnunni í hitabylgjunni fyrir austan fór ég í búð og svo í kaffi til mömmu og ýmislegt fleira. Þegar ég komst loks á leiðarenda var ég orðinn seinn fyrir að útbúa eftirréttinn og þeytti rjómann í einum grænum. Óvart tók ég rjómann sem hafði beðið í bílnum í yfir 20 stiga hita hálfan daginn. Þetta endaði með því að rjóminn varð að smjöri ...

Hvað gerir maður þá? Jú, hringir í mömmu og fær ráð.

Næsta skref var að móta kúlu úr smjörinu og kreista áfirnar úr og salta síðan smjörið.“

Þar höfum við það ...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert