Guðrún Ýr deilir „life hacks“

Guðrún Ýr heldur úti vinsælu matarbloggi undir nafninu Döðlur og …
Guðrún Ýr heldur úti vinsælu matarbloggi undir nafninu Döðlur og smjör. mbl.is/Instagram_döðlurogsmjör

Við elskum góð ráð í eldhúsinu, en matarbloggarinn Guðrún Ýr, sem heldur úti síðunni Döðlur og smjör, deildi ráði sem margir ættu að tengja við.

Guðrún deildi ráði á instagram þar sem hún var að fara að grilla bökunarkartöflur. Margir kannast nefnilega við að grilla stórar kartöflur og það tekur allan heimsins tíma fyrir þær að verða tilbúnar, en Guðrún er með „life hack“ sem breytir öllu hvað þetta varðar. Þið byrjið á því að stinga með beittum hnífi á nokkra staði í kartöflurnar (þá allan hringinn) og setjið inn í örbylgjuofn í tíu mínútur. Því næst setjið þið kartöflurnar á grillið í aðrar tíu mínútur til að fá ekta stökka grilláferð  og þær verða fullkomnar!

mbl.is/Instagram_döðlurogsmjör
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert