Þetta er fjölskyldan sem tekur við Litlu kaffistofunni

Líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða …
Líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða Hlöðver Sig­urðsson og Kolfinnu Guðmunds­dótt­ir, stofnendur Hlöllabáta, auk dætra þeirra þriggja. Ljósmynd/Facebook

Nýir rekstraraðilar Litlu kaffistofunnar hafa nú gert grein fyrir sjálfum sér en ljóst varð í lok júlí að kaffistofan opnaði á ný í ágúst eftir að fyrri rekstaraðilar ákváðu að hætta.

„Þessi fjölskylda er samheldin og samrýmd og hefur unnið saman að ýmsum verkefnum í gegnum árin – næsta verkefni er litla kaffistofan,“ segir í tilkynningu á facebooksíðu Litlu kaffistofunnar. Þar má sjá mynd af fjölskyldunni en líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða Hlöðver Sig­urðsson og Kolfinnu Guðmunds­dótt­ir, stofnendur Hlöllabáta, auk dætra þeirra þriggja.

Þau segjast spennt fyrir komandi tímum á kaffistofunni, nú bíði þau eftir að starfsleyfi verði gefið út.

„Við hlökkum mikið til að opna dyrnar að Litlu kaffistofunni að nýju og getum ekki beðið eftir að hitta ykkur öll.“

mbl.is