Sjóðheitt saltkarmellukakó frá Swiss Miss

Swiss Miss kynnir nýtt bragð í kakóbollann fyrir haustið.
Swiss Miss kynnir nýtt bragð í kakóbollann fyrir haustið. Mbl.is/Wallmart

Fréttir sem þessar ylja manni að innan og fá okkur til að hlakka til kaldra haustmánaða sem eru sannarlega ekki langt undan.

Svissneska kakóið sem við þekkjum svo vel í bláu pökkunum, verður nú fáanlegt með saltaðri karamellu sem sælkeranaggar gapa yfir. Heitt súkkulaði og sætkarmella er veisla sem enginn mun afþakka í bollann sinn. Og þeir sem vilja enn meira, geta toppað súkkulaðið með sykurpúðum eða jafnvel skvettu af karamellusósu fyrir meiri sætleika – en kakóið eitt og sér dugar okkur og vel það. Kakóið hefur ekki náð enn þá til landsins en má finna HÉR.

Mbl.is/Wallmart
mbl.is