Nýir haustlitir í Margrethe skálunum

Margrethe skálarnar finnast nú í nýjum og ferskum haustlitum.
Margrethe skálarnar finnast nú í nýjum og ferskum haustlitum. Mbl.is/Rosti

Haustið færir okkur alveg nýtt tímabil, þegar litirnir í náttúrunni breytast og sama á við um vinsælu og fjölnota skálarnar frá Rosti sem finnast nú í splúnkunýjum haustlitum.

Mbl.is/Rosti

Þessi árstími einkennist af rauðum, gylltum og grænum litum sem sjást í nýju litavali í Margrethe-skálunum. Litirnir í skálunum kallast þó hummus, karrí og gulrót – ásamt ólífu. Hér sameinast litadýrð náttúrunnar í nútímalegri og djarfri fagurfræði, þar sem framleiðslugæðin breytast þó ekkert. En skálarnar þykja með þeim betri í öll þau eldhúsverkefni þar sem skálar koma til sögu. Skálunum fylgir einnig lok svo auðvelt er að geyma mat í þeim, þar sem hann helst ljúffengur, ferskur og stökkur.

Þessar klassísku skálar innihalda átta stærðir, allt frá 0,15 til 3 lítra. Og eru í það háum gæðaflokki að settið kemur með fimm ára ábyrgð, rétt eins og aðrar vörur sem þeir framleiða.

Mbl.is/Rosti
Mbl.is/Rosti
mbl.is