Eldhúsframleiðandi endurgerir gamla klassík

Nýtt útlit á eldhússkápum hjá eldhúsframleiðandanum Tvis køkkener.
Nýtt útlit á eldhússkápum hjá eldhúsframleiðandanum Tvis køkkener. Mbl.is/Tvis

Eldhúsframleiðandinn Tvis køkkener, hefur endurskapað gamlar eldhúseiningar í nútímalegt útlit. Og útkoman er frábær!

Það hefur vart farið framhjá neinum að annað hvert rými á landinu (eða svo til), er nú klætt með timbur-rimlum af einhverskonar tagi. Við sjáum slíkt á veggjum, innréttingum, sem höfuðgafl við rúmin og núna á eldhúsinnréttingum.

Nýja eldhúslína Tvis, kallast „M-LINE-MOMENTO“ og endurspeglar eldra útlit sem eitt sinn var vinsælt í eldhúsum og hefur fengið ómældar vinsældir á ný. Innréttingin er auðveld í þrifum og er einnig slitsterk og smart. Trérimlarnir koma í ýmsum litum og því hægt að leika sér með útlitið að vild – jafnvel með því að blanda saman við einlita skápa og skúffur. Hægt er að skoða eldhúsin nánar HÉR.

Mbl.is/Tvis
Hægt er að velja um ýmsa liti á innréttinguna.
Hægt er að velja um ýmsa liti á innréttinguna. Mbl.is/Tvis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert