Svona brjóta fagmenn saman handklæði

Það er æðislegt að sjá handklæðin vel brotin saman inn …
Það er æðislegt að sjá handklæðin vel brotin saman inn á baðherbergi. mbl.is/marthastewart.com

Viltu vera eins og fagmaður í faginu, sem kann að brjóta saman handklæði eins og þú sérð þau á fínustu hótelum? Þá er þetta aðferðin, og hún er sáraeinföld.

Stundum líta hlutirnir út fyrir að „kosta milljónir“, en í raun er um afar einfaldar aðferðir að ræða. Eitt af þessum litlu hlutum eru handklæði – hvernig förum við að því að brjóta þau saman þannig að þau líti sem best út? Sérstaklega ef þau liggja uppi við inn á baðherbergi þar sem gestir og gangandi bera handklæðin fyrir augum alla daga. TikTok-arinn Carolina Mccauley er sú færasta þegar að þessu kemur og sýnir okkur hvernig best sé að bera sig að eins og sjá má hér fyrir neðan.

mbl.is