Besta skipulagsráðið í ísskápinn

Er gott skipulag í ísskápnum þínum?
Er gott skipulag í ísskápnum þínum? mbl.is/

Við elskum að sanka að okkur góðum skipulagsráðum, svo er spurning hvort við förum eftir þeim öllum saman – það er allt önnur saga. En þetta hér snýr að skipulaginu inni í ísskáp, því þar er líka þörf á að hafa hlutina í lagi.

Að sögn framkvæmdastjóra HelloFresh er alltaf góð hugmynd að skipuleggja ísskápinn í samræmi við máltíðir en ekki eftir innihaldsefnum. Þannig færðu fljótt yfirsýn á morgunmatinn, hádegismatinn og kvöldmatinn um leið og þú opnar ísskápshurðina. Þessi aðferð mun einnig draga úr matarsóun, þar sem hvert innihaldsefni gegnir ákveðnu hlutverki í hverri máltíð fyrir sig og gleymist ekki aftast í ísskápnum.
Þetta gæti verið áhugaverð aðferð að prófa!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert