Vinsælasta hamborgarasósa heims er íslensk

Hver man ekki eftir því þegar einhverjir snillingar ætluðu að selja kokteilsósu til útlanda enda augljóslega séríslensk uppfinning að blanda saman tómatsósu og majónesi.

Lítið varð af þeim útfluttningsplönum en svo virðist sem einhverjir hafi haft veður af þeim eða bara fattað kokteilsósutrixið sjálfir.

Við erum sumsé búin að komast að því að hin fræga leynisósa hjá hamborgarastaðnum In-N-Out burgers, er í raun bara kokteilsósa með dropa af sinnepi í (sem er nákvæmlega eins og á að gera hana).

Fyrir þá sem vita ekki hvaða stað er verið að tala um þá er In-N-Out bugers alla jafna talinn besta hamborgarabúlla vestanhafs og sá staður sem stjörnurnar hanga á í Hollywood.

Kokteilsósan fræga hefur því numið ókunnar lendur og er að standa sig bísna vel!

mbl.is