Vinsælasta uppþvottavélatrixið á Instagram

Mbl.is/Getty images

Við héldum að við hefðum séð öll trixin undir sólinni en svo er alls ekki – sem betur fer. Hér er það Instagram-stjarnan Ayeh Far sem deilir sínu húsráði sem hún segir að svínvirki.

Hún setur einfaldlega sítrónubörk í uppþvottavélina og þvær með óhreina leirtauinu. Útkoman er skínandi og ilmandi leirtau sem er akkúrrat það sem við viljum.

View this post on Instagram

A post shared by Ayeh Far (@cookingwithayeh)

mbl.is