Súkkulaðihúðuð jarðarber í verslanir

Hér er mögulega um að ræða besta (og hættulegasta) góðgæti allra tíma því það eru nákvæmlega engar líkur á að hægt sé að fá sér bara eitt eða tvö í einu.

Við erum að tala um súkkulaðihúðuð jarðarber en um er að ræða þurrkuð jarðarber sem búið er að húða með lúxusmjólkursúkkulaði. Hægt er að borða þau beint upp úr pokanum eða nota sem kökuskraut, partísnarl eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Jarðarberin koma í endurlokanlegum pokum og ef marka má búðarhillurnar þegar útsendara matarvefs mbl bar að garði er ljóst að þjóðin elskar súkkulaðihúðuð jarðarber (en það var nú reyndar löngu vitað). Framleiðandi er Til hamingju og ættu jarðarberin að vera fáanleg í flestum verslunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert