Þetta eru tíu bestu veitingastaðir í heimi

Árlega er birtur listi yfir fimmtíu bestu veitingastaði heims og er til mikils að vinna enda ekki amalegt að komast í þennan hóp úrvalsveitingastaða. Ljóst er að Danir bera höfuð og herðar yfir aðra en efstu tveir veitingastaðirnir á listanum eru danskir og báðir í Kaupmannahöfn.

Annars vegar er það hinn víðfrægi veitingastaður Noma sem René Redzepi á heiðurinn af og hins vegar Geranium, sem mögulega hefur farið minna fyrir í fjölmiðlum. Geranium hlaut sína þriðju Michelin-stjörnu árið 2016 en maðurinn sem öllu stýrir í eldhúsinu er Rasmus Kofoed sem jafnframt er eini kokkurinn sem unnið hefur gull, silfur og brons í Bocuse d'Or.

Tveir aðrir skandinavískir veitingastaðir eru á listanum. Hinn sænski Frantzen í sjötta sæti og norski staðurinn Maaemo í því fertugasta og sjöunda. Athygli vekur að á topp tíu listanum eru tveir danskir staðir, tveir spænskir og tveir frá Perú.

Efstu tíu staðirnir

  1. Noma - Danmörk
  2. Geranium - Danmörk
  3. Asador Etxebarri - Spánn
  4. Central - Perú
  5. Disfrutar - Spánn
  6. Frantzén - Svíþjóð
  7. Maido - Perú
  8. Odette - Singapúr
  9. Pujol - Mexíkó
  10. The Chairman - Hong Kong
Starfsfólk Noma.
Starfsfólk Noma. Ljósmynd/Instagram
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert