Ný skyrtegund með karamellupoppi

Ljósmynd/Aðsend

Það er fátt sem við elskum meira en sérútgáfur af skyri þar sem ævintýralegar bragðtegundir fá að njóta sín í takmarkaðan tíma.

Ísey skyr kynnir nú sérstaka eldgosaútgáfu. Nýja bragðtegundin er karamellupopp og þykir hún einstaklega bragðgóð enda ekki við örðu að búast af slíkri samsetningu. Hönnun á dósunum er í höndum auglýsingastofunnar Hvíta hússins og er það mynd frá gosinu í Geldingadölum sem prýðir dósina.

Ísey skyr með karamellupoppi er einnig komið á markað í Finnlandi og eru fyrstu viðbrögð neytenda þar mjög jákvæð. Það er síðan væntanlegt í Sviss og fleiri löndum á næstunni. Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum íslenskra neytenda en fyrsta sérútgáfan af Ísey skyri sem kom út í byrjun ársins sló algjörlega í gegn eins og frægt er orðið.

mbl.is