Nýr ævintýralegur vetrar-ís kominn í verslanir

Ljósmynd/Ben & Jerry’s

Það er fátt sem við elskum meira en góðan ís hér á landi og það er því ávalt fagnaðarefni þegar nýjar bragðtegundir rekur á fjörur vorar.

Hinir einu sönnu Ben & Jerry’s hafa send frá sér vetrar-ísinn Minter Wonderland sem er, eins og nafnið gefur til kynna, sérlega hátíðlegur og með mintubragði. Að auki er hann sneisafullur af súkkulaðibitum og því ljóst að ísgæðingar eiga veislu í vændum.

Fyrir þá sem ekki eru með það á hreinu eru Ben & Jerry’s einir frægustu ísframleiðendur heims en það voru vinirnir Ben og Jerry sem ákváðu að opna ísbúð árið 1978. Í dag er ísinn þeirra seldur um allan heim og ísþjóðin mikla hér í norðri fagnar því óendanlega að geta gætt sér á alvöru amerískum ofurís.

Ljósmynd/Ben & Jerry’s
mbl.is