Fullkomið taco með kjúklingi og mexíkóskri ostablöndu

Einfalt en frábært taco sem klikkar aldrei! Fullkomið í kvöldmatinn hvaða dag vikunnar sem er.

Tacos með kjúklingi og mexíkóskri ostablöndu
– fyrir fjóra

 • 12 litlar vefjur
 • 2-3 kjúklingabringur, kryddaðar eftir smekk
 • salsasósa eftir smekk
 • fersk salatblöð
 • kirsuberjatómatar
 • avókadó
 • rautt ferskt chili
 • kóríander
 • mexíkósk ostablanda

Aðferð:

 1. Grillið kjúklingabringur, hitið vefjur og skerið niður grænmeti.
 2. Raðið í vefjurnar og toppið með mexíkóskri ostablöndu.
 3. Önnur aðferð er að setja ostinn fyrst á vefjurnar og hita í smá stund í ofni áður en kjúklingi og grænmeti er bætt við.
mbl.is