Ávaxtaskálarnar sem smellpassa í nestisboxið

Ein af stjörnunum á Amerískum dögum sem nú fara fram í Hagkaup um land allt eru nýjar ávaxtaskálar frá Dole sem njóta mikilla vinsælda vestanhafs og eru núna loksins fáanlegar hér.

Skálarnar henta sérlega vel í nestisboxið sem millimál en skálarnar innihalda engan viðbættan sykur, engin gervisætuefni, engin viðbætt bragðefni auk þess sem plastið í pakkningunum er endurunnið.

Tvær bragðtegundir eru í boði: Tropical og ferskjur og er hér um að ræða fremur snjalla lausn sem nýtist vel.

mbl.is