Banna frægasta jólalag allra tíma

Mariah Carey.
Mariah Carey. Skjáskot/Pinterest.

Það fer að bresta á með jólum og bar nokkkur í Texasríki í Bandaríkjunum hefur gefið það út að lagið All I Want For Christmas með Mariah Carey sé bannað til 1. desember og eftir það megi einungis spila það einu sinni á kvöldi.

Tilkynningin var birt á samfélagsmiðlum og fór um eins og eldur í sinu. Sjálf Mariah Carey hefur skorist í leikinn og kallað þetta stríð gegn jólunum – í gríni þó.

Bareigendur verja þó ákvörðun sína og segja hana gerða til að bjarga jólunum. Ekkert sé verra en drukkið fólk sem misþyrmir jólalögum með arfaslökum söng kvöld eftir kvöld og til þess að viðhalda jólaandanum má nú einungis spila All I Want For Christmas einu sinni á kvöldi.

mbl.is