Svona þrífur þú bakarofn með kartöflu

Kartöflur koma víða til sðgunnar í eldhúsinu.
Kartöflur koma víða til sðgunnar í eldhúsinu. mbl.is/

Hvað erum við að sjá hérna? Kartöflu í þrifbuxum að græja skítugan ofn eins og að drekka vatn! Já, það er margt sem kemur okkur á óvart sem við verðum að deila með ykkur. Hér kynnum við nýtt húsráð til sögunnar þar sem kartafla og salt leika stórt hlutverk.

Svona þrífur þú haugaskítugan ofn með kartöflu og salti einu saman:

  • Byrjaðu á því að skera bökunarkartöflu í tvennt og setja nóg af salti á sárið. 
  • Nuddaðu söltuðu kartöflunni á skítugan ofninn og sjáðu drulluna skolast hreinlega burt. 
  • Strjúktu yfir með rökum klút og ofninn er tandurhreinn.
Hellið salti á kartföflusárið.
Hellið salti á kartföflusárið. Mbl.is/ramin2025
Og nuddið skítugan ofninn með kartöflunni.
Og nuddið skítugan ofninn með kartöflunni. Mbl.is/ramin2025
mbl.is