Þrifsérfræðingur deilir sláandi fréttum

mbl.is/marthastewart.com

Það eru til svokallaðir þrifsérfræðingar þarna úti, fólk sem sérhæfir sig í þrifum og gerir það svo sannarlega vel. Hér deilir einn sérfræðingur með okkur sláandi fréttum um klósetthreinsi.

Baðherbergið er eitt af rýmunum sem við þurfum að djúphreinsa í viku hverri  því við viljum losna við allar bakteríur sem þar leynast. Þrifspekúlant hefur deilt á samfélagsmiðlum áhyggjum sínum yfir því að almenningur kunni bara alls ekki að nota hreinsiefnin sem tilheyra salerninu. Hún heldur því fram að við eigum að láta hreinsiefnin standa í allt að 10 mínútur á salerninu sjálfu áður en við þurrkum efnið burt. Flest fyrirtæki taka þetta fram á miðanum á hreinsiflöskunum, en margur les aldrei á miðann og fer eftir eigin reglum.

Meginreglan er sú að að efnið þarf að fá að liggja í dálítinn tíma til að vinna á bakteríunum, annars virkar það ekki sem skyldi.

mbl.is