Sælkerabitar Kaju komnir í verslanir

Sykurlausir sælkerar geta glaðst því komnir eru í verlsanir Sælkerabitar Kaju en hver biti er eins og dýrindis konfektmoli.

Fjórar tegundir af bitur eru í hverjum kassa en bitarnir eru að sjálfsögðu lífrænt vottaðir, hráir, vegan og glútenlausir. Grunn hráefnin eru hnetur, fræ og 70% súkkulaði.

Eingöngu er notað hlynsíróp eða agave og einn bitinn er alveg án viðbættrar sætu.

Fást nú í Hagkaup, Frú Laugu, Vegan búðinni, Fjarðarkaup og Melabúðinni.

mbl.is