Sykurlaus en sæt jólaskál frá Ísey Skyr Bar

Jólaskálin sem margir hafa beðið spenntir eftir er mætt aftur og nú með glænýju sykurlausu granóla.

Skálin verður í sölu á öllum Ísey Skyr Bar stöðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni frá 19. nóvember til 4. janúar.

Skálin inniheldur epli, döðlur, jarðarber, trönuber, hindber og engifer í botninn, Ísey skyr créme brulée og er toppuð með sykurlausu granóla, jarðarberi, banana, hvítu stevíu súkkulaði, kanilflögum og myntulaufi.

Nú nýverið opnaði Ísey Skyr Bar í N1 Hveragerði og innan skamms mun Ísey einnig opna í N1 Borgarnesi en það mun vera tólfti Ísey Skyr Bar sem opnar.

mbl.is