Næst besti veitingastaður heims hættir með kjöt

Ljósmynd/Facebook

Það þótti tíðindum sæta þegar hinn rómaði veitingastaður Eleven Madison Park í New York tilkynnti fyrr á árinu að þeir væru hættir að selja kjöt.

Nú hefur annar heimsfrægur staður fylgt í kjölfarið en það er danski veitingastaðurinn Ger­ani­um sem var á dögunum valinn annar besti veitingastaður heims á eftir Noma.

Það er því ljóst að veitingastaðir eru að verða óhræddari við að sleppa kjötinu og fagna margir.

mbl.is