Sykurlaust verðlaunatónik í fyrsta sinn á Íslandi

Skinny Tonic er sykurlaust tónik sem inniheldur engar hitaeiningar, engin gerviefni og hentar ketógenísku mataræði. Tónikið er bragðbætt á náttúrulegan hátt og er í senn frábært á bragðið og aðeins framleitt úr hágæða hráefnum.

„Í Skinny Tonic er enginn sykur, engar kaloríur og engin gerviefni og þannig auðveldum við neytendum að velja hollari kostinn en aðeins er notast við úrvals hráefni. Tónikið þykir einstaklega bragðgott og hentar vel í hina ýmsu kokteila, með eða án áfengis,” segir Ása Guðrún Guðmundsdóttir hjá Volo.is sem flytur tónikið inn.

Þrjár bragðtegundir eru fáanlegar hér á landi en þær eru Skinny Med, Indian og British Raspberry. Á næstunni bætist við sykurlaust engiferöl eða Ginger Ale sem fer meðal annars vel í Moscow Mule.

„Tónikið fæst í Hagkaup en það er ánægjulegt því við höfum verið að kynna vöruna og keyra henni út sjálf. Viðbrögðin hafa verið langt umfram væntingar, við höfum vart undan að koma vörunni út,” segir Ása en tónikið er flutt inn í samstarfi við Reykjavík Spirits.

Vörurnar frá Skinny Tonic hlutu verðlaunin Food Matters Live sem besti nýi drykkur ársins árið 2020, Lux Life Food & Drinks árið 2020 sem besta nýja umhverfisvæna drykkjarvaran og World Beverage Innovation

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert