Bestu Bismark-súkkulaðibitakökurnar

Kristinn Magnússon

„Piparmintujólastafir minna mig alltaf ótrúlega mikið á jólin. Þessar smákökur gerði ég fyrst fyrir jólin 2020. Ég var þá að reyna að búa til nýjar smákökur og lagði höfuðið í bleyti um hvað gæti verið gott í smáköku sem væri jólalegt og var ekki lengi að detta bismark-bragðið í hug. Þegar ég var lítil var líka alltaf til bismark-brjóstsykur í skál heima hjá bestu vinkonu minni um jólin og ég elskaði að sitja við eldhúsborðið, nýkomin inn úr snjónum og fá mér ristað brauð, heitt kakó og enda á einum bismark-brjóstsykri. Þessar smákökur eru ótrúlega bragðgóðar, jólalegar og öðruvísi. Þær eru fullkomnar með ískaldri mjólk og ótrúlega gott að njóta þeirra yfir góðri jólamynd með þeim sem manni þykir vænt um,“ segir Elenóra Rós um þessar snilldar kökur.

Upp­skrift­ina er að finna í Hátíðarmat­ar­blaði mbl sem kom út á föstu­dag­inn og inni­held­ur fjöld­ann all­an af geggjuðum smá­köku upp­skrift­um.

Bismark-súkkulaðibitakökur
 • 56 g smjör við stofuhita
 • 1 egg
 • 180 g hveiti
 • 40 g kakó
 • 100 g sykur
 • 70 g púðursykur
 • 6 g vanilla
 • 2 g sjávarsalt
 • 3 g matarsódi
 • 100 g hvítir súkkkulaðidropar
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 70 g bismark-brjóstsykur

Skreyting:

 • 1 poki bismark-brjóstsykur
 • 200-300 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

 1. Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan er orðin létt og ljós.
 2. Bætið vanillunni saman við og hrærið þar til hún er komin alveg saman við.
 3. Skafið niður hliðarnar og bætið svo egginu saman við og hrærið þar til eggið er komið saman við blönduna og stoppið þá strax.
 4. Í annarri skál hrærið þið saman öllum blautefnunum og þurrefnunum sem eftir eru.
 5. Blandið saman sykurblöndunni og þurrefna- og blautefnablöndunni og hrærið saman þar til þetta er komið alveg saman, passið að ofvinna deigið ekki hér.
 6. Bætið súkkulaðinu og jólastöfunum saman við deigið.
 7. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið deigið í 30-60 mínútur.
 8. Forhitið ofninn í 170°C blástur.
 9. Rúllið deiginu í lengju og skerið hana í 12 jafnstóra bita. Rúllið bitunum í kúlur og setjið kúlurnar á pappírsklædda bökunarplötu.
 10. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Passið að ofbaka þær ekki, þær líta kannski ekki út fyrir að vera tilbúnar en eru það líklegast.
 11. Bræðið hvítt súkkulaði og brjótið bismark-brjóstsykurinn.
 12. Dýfið kökunni í hvítt súkkulaði og dreifið bismark yfir.
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »