Vinsælasta tunna heims í nýjum lit

Nýr dökkgrænn litur í vinsælustu tunnu heims - frá Vipp.
Nýr dökkgrænn litur í vinsælustu tunnu heims - frá Vipp. Mbl.is/Vipp

Vinsældir Vipp-tunnunnar eiga engan sinn líka – enda mögulega ein fallegasta ruslatunna sem fyrirfinnst og nú í splunkunýjum og spennandi lit.

Vipp fagnaði opnun á nýju húsnæði sínu í Manhattan nú á dögunum, eða „Vipp Studio NYC“. Og þar má meðal annars finna hina víðfrægu ruslatunnu sem upphaflega var hönnuð árið 1939 og hefur haldið vinsældum sínum síðan. Tunnan hefur fengið nýjan lit, dökkgrænan, sem var frumsýndur í Vipp Studio – nýopnuðu vinnurými og sýningarsal fyrirtækisins í Manhattan, sem einnig er einkaheimili Sofie Egelund, en hún er barnaband Holgers Nielsens, stofnanda Vipp.

Sofie segir í fréttatilkynningu að hún muni eftir dökkgrænum tunnum sem afi hennar hafði búið til, og því hafi verið ákveðið að gera slíkar tunnur fyrir Vipp Studio í New York – ásamt glæsilegum skrifborðsstól úr leðri í sama lit.

Ef einhver á leið um Manhattan og langar að skoða þennan fallega sýningarsal, þá er heimilisfangið Vipp Studio NYC, 39 Lispenard Street, 5th floor, 10013 New York – en bóka þarf tíma til að fá að koma og skoða.

Skrifborðsstóllinn úr leðri er einnig í sama lit og tunnan.
Skrifborðsstóllinn úr leðri er einnig í sama lit og tunnan. Mbl.is/Vipp
Mbl.is/Vipp
Mbl.is/Vipp
Mbl.is/Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert