Ekkert vesen að vera vegan

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.

Úrval af vegan vörum í matvöruverslunum hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú fyrir jólin og helst metnaðurinn í hendur við úrvalið. Mikið af framúrskarandi og spennandi vörum eru nú fáanlegar en öflug innlend framleiðsla er áberandi.

Solla Eiríks hannaði gómsæta vegan rétti í samstarfi við Hagkaup en hnetusteikin hennar hefur verið sú vinsælasta þar á bæ. Solla prýddi eftirminnilega forsíðu Veganblaðs mbl sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og er hægt að nálgast HÉR.

„Við gerum okkur grein fyrir því að margir vilja stytta tímann sinn í eldhúsinu og þess vegna leggjum við mikla áherslu á tilbúnar lausnir. Það er gaman að segja frá því að við erum í fyrsta skipti að bjóða upp á fleiri tegundir af hnetusteik heldur en hamborgarhrygg – sem er frétt útaf fyrir sig,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

„Stærsta varan okkar er Hagkaups hnetusteikin sem unnin er í samstarfi við Sollu. Samhliða því verðum við með nýjungar frá henni sem birtust í veganblaði Moggans, en þar má nefna kartöflusalat, graskerssalat og spergilkálssalat. Þá má ekki gleyma Vegan-Walfdorf og villispeppasósunni. Þetta er allur pakkinn, tilbúinn fyrir þá sem vilja spara sér tíma,“ segir Sigurður.

„Við erum að bæta við okkur yfir 30 tegundum af nýjungum í vegan flokknum fyrir jólin og listinn því langur. Ein vinsælasta steikin okkar er Neatloaf sem unnin er í samstarfi við Junkyard og með henni kemur sérhönnuð sósa, en þessi tvenna sló í gegn í fyrra. Þá erum við í frábæru samstarfi við Ellu Stínu sem er að sérframleiða fyrir okkur hátíðar sveppa-wellington. Gleymum svo ekki eftirréttunum: Vegan-ís, ásamt Ís ala mande frá Naturli og sælkerabitum frá Kaja Organic.“

Nýsköpunarsjóður Haga

„Við getum stolt sagt frá því að nú eru vörur að koma á markað sem að fengu styrk úr ‚Uppsprettunni‘ nýsköpunarsjóði Haga. Vegangerðin er eitt af þeim verkefnum sem hlutu styrk úr sjóðnum og bjóða nú upp á glæsilega hátíðarsteik sem er komin í sölu í öllum Hagkaups verslunum. Það er því fjarri lagi að það sé eitthvað vesen að vera vegan eða að fá vegan gesti í mat um jólin. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hagkaup,“ segir Sigurður að lokum.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
mbl.is