Kartöflusalat sem passar með öllum mat

Kristinn Magnússon

Hér erum við með algjörlega frábært kartöflusalat frá Sollu Ei­ríks sem bragðast hreint ótrú­lega vel.

Upp­skrift­in birt­ist í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem Solla átti að mestu leiti heiður­inn að. Hægt er að nálg­ast blaðið HÉR.

Kartöflusalatið hennar Sollu
 • 1 kg soðnar kartöflur, skornar í sneiðar
 • ½ rauðlaukur, smátt saxaður

Aðferð:

 1. Kartöflurnar eru soðnar og skornar í þunnar sneiðar og settar í skál.
 2. Rauðlaukurinn er afhýddur og smátt saxaður.
 3. Dressingin er hrærð saman og hellt yfir kartöflurnar.
 4. Þetta salat geymist í 5-7 daga í kæli og veður bara betra með hverjum deginum.

Dressing

 • 300 g vegan majónes
 • 200 g sýrður vegan rjómi
 • 2 msk. sætt sinnep
 • 1 msk. rifin piparrót
 • 1 tsk. malaður svartur pipar
 • 1-2 tsk. hrásykur
 • 1 tsk. eplaedik
 • 1 tsk. sjávarsaltflögur

Aðferð:

 1. Hrærið öllu saman í skál og hellið yfir kartöflurnar.
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »