Berglind velti Evu Laufeyju úr sessi

Þau stórtíðindi berast af Matarvefnum að vinsælustu uppskrift undanfarinna ára, mexíkóskri kjúklingasúpu Evu Laufeyjar, hafi verið velt úr sessi.

Vinsælasta uppskrift ársins að þessu sinni er kjötbolluuppskrift úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og er hún vel að titlinum komin enda frábær uppskrift.

Þjóðin elskar samt kjúklingasúpu Evu Laufeyjar og er hún enn inni á topp 10.

mbl.is